Hoppa yfir valmynd
Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Áreitni á vinnustöðum, NEI TAKK

Stjórn Vinnueftirlitsins, Vinnueftirlitið og velferðarráðuneytið standa fyrir fundi 11. janúar um eflingu forvarna gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Forsætisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, aðilar vinnumarkaðarins o.fl. undirrita á fundinum viljayfirlýsingu um málefnið.

Fundurinn hefst með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Að því loknu flytja fulltrúar aðila vinnumarkaðarins erindi og kynntar verða tölulegar upplýsingar frá Gallup um kynferðislega áreitni á  vinnumarkaði. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, flytur lokaávarp fundarins.

Áður en fundi er slitið verður borin upp viljayfirlýsing og hún undirrituð af stjórnvöldum, aðilum vinnumarkaðarins, fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum. Einnig verður hægt að undirrita yfirlýsinguna rafrænt á vef Vinnueftirlitsins að fundi loknum.

Fundurinn er haldinn til að vekja athygli á mikilvægi þess að efla forvarnir á sviði vinnuverndar með sérstaka áherslu á einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Fundurinn er haldinn að frumkvæði stjórnar Vinnueftirlits ríkisins þar sem sæti eiga fulltrúar stærstu samtaka aðila vinnumarkaðarins auk fulltrúa ráðherra.

Dagskrá 

08:00 Kaffiveitingar

08:30 Setning, Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins

08:40 Ávarp forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur

Innlegg frá aðilum vinnumarkaðarins

08.50 BSRB - Elín Björg Jónsdóttir

09:00 Gallup - Tölur um kynferðisleg áreitni á vinnumarkaði

09:10 Fjármála- og efnahagsráðuneyti

09:20 Alþýðusamband Íslands - Gylfi Arnbjörnsson

09:30 BHM - Þórunn Sveinbjarnardóttir

09:40 Samtök atvinnulífsins - Hilmar Sigurðsson, Sagafilm

09:50 Samband íslenskra sveitarfélaga - Hildur J. Gísladóttir

10:00 Ávarp og lokaorð félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar

10.10 Undirritun viljayfirlýsingar

10.30 Fundarslit

Fundarstjóri: Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Staðsetning fundarins og skráning þátttöku

Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík - Salur: Gullteigur.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira