Utanríkisráðuneytið

Nýr fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins

Sveinn H. Guðmarsson - mynd
Sveinn H. Guðmarsson hefur verið ráðinn fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Sveinn hefur starfað sem upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar frá árinu 2016 og var þar áður m.a. á fréttastofu Ríkisútvarpsins. 75 umsóknir bárust í starfið en þar af drógu 16 umsókn sína til baka. 

Urður Gunnarsdóttir, sem gegnt hefur stöðu fjölmiðlafulltrúa frá árinu 2008, hverfur til annarra starfa í ráðuneytinu. 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn