Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Viðburðaríkt ár framundan á sviði íslenskrar knattspyrnu

Stóru málin á sviði íslenskra knattspyrnumála voru rædd á fundi Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og Guðna Bergssonar, formanns KSÍ.
Á fundinum var komið víða við enda af nægu að taka á sviði íþróttamála þessi dægrin. Meðal annars ræddu ráðherra og formaður KSÍ um samspil íþrótta og menningar, ferðakostnað íþróttafélaga og að sjálfsögðu um heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi næsta sumar. Undirbúningur fyrir HM er hafinn af fullum krafti innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Uppbygging Laugardagsvallar bar einnig á góma en í vikunni skrifuðu forsætisráðherra, fjármálaráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og formaður KSÍ undir yfirlýsingu um skipun starfshóps um uppbyggingu vallarins.
Þá lýsti mennta- og menningarmálaráðherra yfir sérstakri ánægju með ákvarðanir KSÍ um að jafna þóknanir til kvenna- og karlalandsliðanna og að hafa boðið tíu meðlimum Tólfunnar til Rússlands. Þetta væri til fyrirmyndar af hálfu KSÍ.
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn