Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2018

Sýningaropnun í Nordatlantisk Hus i Odense

Í tilefni af aldarafmæli fullveldisins mun sýningin, Den islandske Tegnebog opna í Nordatlantisk Hus i Odense þann 24.janúar. Þar mun hið dýrmæta handrit Teiknibókin vera í forgrunni. Teiknibókin inniheldur safn fyrirmynda sem listamenn fyrri alda nýttu sér, t.d. er þeir lýstu handrit eða máluðu altarismyndir. Hún er ein af fáum fyrirmyndabókum sem varðveist hafa í Evrópu og sú eina frá Norðurlöndum. Myndirnar eru gerðar af fjórum óþekktum listamönnum á tímabilinu 1350-1500. Opnunin er kl 16:00 og eru allir velkomnir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum