Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

58 tónlistarverkefni hlutu styrk úr Tónlistarsjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra samþykkti tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir fyrra tímabil ársins 2018. Að þessu sinni voru veittir styrkir til 58 verkefna að heildarupphæð 47.240.000 kr.

Alls bárust 123 umsóknir í sjóðinn en hann starfar skv. lögum nr. 76/2004 og hefur það hlutverk að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra.

Styrkirnir eru veittir til almennrar tónlistarstarfsemi og til kynningar og markaðsetningar á tónlist og tónlistarfólki. Aðstandendur tónlistarverkefna geta sótt um styrk en sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Tónlistardeild veitir styrki til almennrar tónlistarstarfsemi, en markaðs- og kynningardeild veitir styrki til kynningar og markaðssetningar á tónlist og tónlistarfólki hér á landi og erlendis.
Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári og er næst hægt að sækja um fyrir 15. maí næstkomandi.

,,Tónlistarsjóður gegnir mikilvægu hlutverki í að styðja við framgang íslenskrar tónlistar hér heima og erlendis. Sú mikla gróska sem á sér stað í tónlistarlífinu er ánægjuleg og er sá fjöldi umsókna til sjóðsins skýrt merki um þann mikla kraft og fjölbreytileika sem býr í tónlistarfólki víðs vegar um landið. Ríkisstjórnin mun halda áfram að styðja við íslenska tónlist á kjörtímabilinu‘‘ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Nafn umsækjanda Heiti verkefnis Vilyrði á ári
15:15 tónleikasyrpan /
Eydís Lára Franzdóttir
15:15 tónleikasyrpan 800.000
Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu Alþjóðlega tónlistarakademían í Hörpu 1.500.000
Arnviður Snorrason XOZ Útrás 200.000
Barokkbandið Brák Spíralar Versala 700.000
Berglind María Tómasdóttir COWs 400.000
Blúshátíð í Reykjavík Blúshátíð í Reykjavík 2018 400.000
Camerarctica Kammertónleikar Camerarctica 2018 800.000
Einar Torfi Einarsson Countability 150.000
Eistnaflug/Millifótakonfekt Eistnaflug 200.000
Elektra Ensemble /
Emilía Rós Sigfúsdóttir
Tónleikar Elektra Ensemble -
Norrænir töfrar
300.000
Evrópusamband píanókennara VII. píanókeppni EPTA á Íslandi 1.000.000
Félag íslenskra kvenna í tónlist (FÍKT) Kítón Klassík 400.000
Félag íslenskra tónlistarmanna Klassík í Vatnsmýrinni 400.000
Félag íslenskra tónlistarmanna Velkomin heim 500.000
Guðbrandsstofnun Sumartónleikar á Hólum í Hjaltadal 300.000
Hafnarborg, Hafnarfirði Hljóðön 2018 - Andþemu 200.000
Hammondhátíð Djúpavogs Hammondhátíð 2018 200.000
Hollvinasamtök Atla Heimis Sveinssonar Útgáfa tuga tónverka Atla Heimis Sveinssonar 500.000
Hymnodia - Kammerkór Hymnodia Rekstrarstyrkur 1.000.000
Kammerhópurinn Nordic Affect Starf Nordic Affect 1.000.000
Kammerhópurinn Reykjavík-Barokk 1625-Tvær konur 500.000
Kammerkórinn Cantoque Þjóðlög í þjóðleið 300.000
Kammermúsíkklúbburinn Kammermúsíkklúbburinn 700.000
Kristín Mjöll Jakobsdóttir / Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr Tékkneskt og íslenskt tónaflóð 300.000
Listafélag Langholtskirkju Messías í Langholtskirkju 800.000
Listasafn Íslands Sumartónleikar Listasafns Sigurjóns 2018 400.000
María Sól Ingólfsdóttir Sælugaukur 200.000
Michael Jón Clarke Orgelkonsert og myndbrot í Reykjavík 200.000
Múlinn - jazzklúbbur Tónleikaröð Jazzklúbbsins Múlans
í Hörpu
800.000
Músik í Mývatnssveit Músík í Mývatnssveit 2018 500.000
New Music for Strings á Íslandi New Music for Strings á Íslandi 200.000
Pan Thorarensen Berlin X Reykjavik Festival 2018 200.000
Polarfonia classics Tónleikahald í Laugarborg 500.000
Raflistafélag Íslands Raflost 2018 400.000
Reykjavík Folk Festival Reykjavík Folk Festival 2018 300.000
Richard Wagner félagið á Íslandi Styrkþegi á Wagnerhátíðina í Bayreuth 90.000
Rodent Heimstónlist 400.000
Sigurgeir Agnarsson Reykholtshátíð 2018 800.000
Sinfóníuhljómsveit unga fólksins Starf Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins 2018 1.000.000
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna 200.000
Sólfinna Freyjujazz 400.000
Stirni Ensemble Tónleikahald 2018 (fyrri hluti) 300.000
Studio Emissary Oration MMXVIII 300.000
Sumartónleikar og kórastefna við Mývatn Lake Mývatn Concert Series 700.000
Sönghátíð í Hafnarborg í umsjá Brúarstólpa ehf. Sönghátíð í Hafnarborg 700.000
Tónlistarfélag Akureyrar 75 ára afmælisvika Tónlistarfélags Akureyrar 400.000
Tónlistarhátíð unga fólksins Tónlistarhátíð unga fólksins 800.000
Töfrahurð sf. Barnatónleikar á Myrkum Músíkdögum 2018 - „Börnin tækla tónskáldin 1.000.000
Valgerður Árnadóttir Puzzy Patrol 700.000
Voces Thules Polyfonia 200.000
Þjóðlagahátíðin á Siglufirði Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 2018 800.000
ÞjóðList ehf. Vaka 2018 200.000
Samtals   26.240.000

Þriggja ára samningar

2018–2020

Nafn umsækjanda Heiti verkefnis Vilyrði á ári
Félag íslenskra tónlistarmanna Landsbyggðartónleikar 1.500.000
Kammersveit Reykjavíkur Kammersveit Reykjavíkur 2018-2020 4.000.000
Nýi músíkhópurinn CAPUT - samstarfssamningur 4.000.000
Stórsveit Reykjavíkur Tónleikaröð og starfsemi Stórsveitar Reykjavíkur, einkum í Hörpu 4.000.000
Sumartónleikar Skálholtskirkju Sumartónleikar í Skálholti 2018-2020 3.500.000
Tónskáldafélag Íslands Myrkir músíkdagar 2018 4.000.000
Samtals   21.000.000

2016–2018

Nafn umsækjanda Heiti verkefnis Vilyrði á ári
Jazzhátíð Reykjavíkur Jazzhátíð Reykjavíkur 2.500.000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum