Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Úttekt á jafnréttisstefnu í þróunarsamvinnu

Úttekt á jafnréttisstefnu á sviði alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands 2013-2016 var framkvæmd 2017. Úttektin var unnin af ráðgjafafyrirtækinu IPE Triple Line að loknu alþjóðlegu útboði, undir stjórn Dr. Sarah Forti.

Úttektaraðilum var ætlað að skoða hvort og hvaða árangur hafi náðst og að hvaða leyti stefnan hafi stuðlað að jafnrétti kynjanna, valdeflingu kvenna og aukinni kynjasamþættingu í þróunarsamvinnu Íslands. Úttektaraðilum var enn fremur falið að benda á hvernig styrkja mætti þessa sömu þætti og leggja til hvaða aðferðir og verkfæri væru best til þess fallin að ná fram betri árangri í bæði tvíhliða og marghliða þróunarsamvinnu í málefnum er varða jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna.

Niðurstöður úttektarinnar benda til þess að marktækur árangur hafi náðst með starfi Íslands í jafnréttismálum, bæði í gegnum tvíhliða- og marghliða þróunarsamvinnu, en einnig eru settar fram í úttektarskýrslunni, ýmsar ábendingar um hvernig megi styrkja þetta starf enn frekar. 

Úttektin

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum