Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Nemendur í Vættaskóla hófu Lífshlaupið

Nemendur í Vættaskóla tóku þátt í þrautabraut við upphaf Lífshlaupsins og kepptu við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, Dag B. Eggertsson borgarstjóra, Lárus Blöndal forseta ÍSÍ og Þuríði Óttarsdóttur, skólastjóra Vættaskóla.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði hópinn og sagði m.a.: „Lífshlaupið er frábær áminning um mikilvægi hreyfingar alla ævi og er aukning í fjölda þátttakenda skýrt merki um þá vitundarvakningu sem verkefnið hefur skilað. Sýnt hefur verið fram á ótvírætt mikilvægi hreyfingar þegar kemur að forvörnum og auknum lífsgæðum fyrir fólk. Ég hvet sem flesta til þess að taka þátt í Lífshlaupinu.“
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt samstarfsaðilum standa nú fyrir Lífshlaupinu í ellefta sinn. Markmið verkefnisins er fyrst og fremst að hvetja alla landsmenn til að huga að sinni daglegri hreyfingu og gera hana að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, við heimilisstörf, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta. Lífshlaupið hefur mjög vel undanfarin ár og tóku yfir 16.000 einstaklingar þátt árið 2017.
Vinnustaðir, skólar og einstaklingar eru hvattir til að taka þátt og nota þannig tækifærið til að efla líkama og sál með því að hreyfa sig daglega.

Lífshlaupið skiptist í fimm flokka:
• Grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri sem stendur í tvær vikur í febrúar
• Framhaldsskólakeppni fyrir 16 ára og eldri sem stendur í tvær vikur í febrúar
• Vinnustaðakeppni sem stendur í þrjár vikur í febrúar
• Einstaklingskeppni þar sem allir geta tekið þátt og skráð niður sína daglegu hreyfingu allt árið

Nánari upplýsingar um Lífshlaupið má nálgast á vefsíðu verkefnisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn