Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO afhent í París

Við umsókninni tóku Dr. Mechtild Rössler, framkvæmdastjóri heimsminjaskrifstofu UNESCO og Alessandro Balsamo, sviðsstjóri en það voru Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi og Sigurður Á. Þráinsson, formaður verkefnisstjórnar um tilnefninguna, sem afhentu umsóknina.  ​ - mynd

Tilnefning Íslands um að Vatnajökulsþjóðgarður og hluti gosbeltisins verði tekinn inn á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna var afhent á skrifstofu UNESCO í París í dag.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirrituðu tilnefninguna við Hoffellsjökul síðastliðinn sunnudag. Í henni er áhersla lögð á rekbeltið, heita reitinn undir landinu og eldstöðvakerfi í gosbeltunum ásamt samspili elds og íss sem einstakt er talið á heimsvísu.

Á heimsminjaskrá UNESCO eru staðir sem teljast hafa gildi ekki einvörðungu fyrir viðkomandi land heldur fyrir allt mannkyn.

Frétt um undirritun tilnefningarinnar

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn