Hoppa yfir valmynd
2. febrúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Alvarlegur matarskortur á átta svæðum í heiminum

Sársoltnu fólki fjölgar á átakasvæðum. Á átta svæðum í heiminum býr fólk við mikið fæðuóöryggi þar sem að minnsta kosti fjórðungur íbúanna hefur ekki ofan í sig. Þetta kom fram í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á dögunum þar sem fulltrúar FAO og WFP kynntu alvarlegan fæðuskort í ákveðnum heimshlutum sem kortlagður hefur verið í nýrri skýrslu.

Í Jemen eru 17 milljónir manna við hungurmörk, eða 60% þjóðarinnar. Ástandið er lítið skárra í Suður Súdan þar sem 45% þjóðarinnar býr við sult, eða 4,8 milljónir manna. Í sem öðrum heimshlutum, í Sýrlandi, Líbanon, Miðafríkulýðveldinu, Úkraínu, Afganistan og Sómalíu er ástandið sagt grafalvarlegt.

Fram kemur í skýrslunni að í nokkrum öðrum löndum hafi matvælaóöryggi aukist mjög á skömmum tíma. Í Lýðræðislega lýðveldinu Kongó eru nú taldar vera tæplega 8 milljónir manna í bráðri neyð og í Súdan fer ástandið hratt versnandi. Af sextán heimshlutum sem tilgreindir eru í skýrslunni er aðeins hægt að merkja framfarir í einu landi, Sómalíu.

Á árinu 2016 fjölgaði hungruðum í fyrsta sinn frá aldamótum og voru þá 815 milljónir. Rúmlega helmingur þeirra, 489 milljónir, var á átakasvæðum. Fjölgun átaka er meginástæða þess að hungruðum fjölgar eftir fækkun um áratugaskeið.

Skýrslan

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum