Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Kristján Þór heimsótti Fiskistofu

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heimsótti í morgun höfuðstöðvar Fiskistofu í Borgum á Akureyri og fékk kynningu á starfsemi stofnunarinnar. Ráðherra ræddi við starfsfólk og skoðaði nýlegt húsnæði Fiskistofu.

Ráðherra fékk m.a. kynningu á fjareftirlitskerfi Fiskistofu sem stofnunin nýtir til þess að fylgjast með staðsetningu fiskiskipa.

Þá fékk ráðherra einnig kynningu á starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs en Fiskistofa hefur um nokkurra ára skeið annast rekstur skrifstofu Verðlagsstofu.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn