Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2018 Utanríkisráðuneytið

Alþjóðadagur baráttunnar gegn FGM

Talið er að í heiminum séu að minnsta kosti 200 milljónir kvenna sem hafa sætt limlestingu á kynfærum á barnsaldri eða unglingsárum. Óttast er að 15 milljónir stúlkna bætist í þann hóp fyrir árið 2030. Í dag, 6. febrúar, er alþjóðadagur baráttunnar gegn FGM (female genital mutilation).

Að mati fulltrúa samtaka sem berjast gegn þessari skaðlegu siðvenju ættu frásagnir með myllumerkinu #MeToo að innihalda sögur kvenna sem hafa lifað af slíkt ofbeldi því limlesting á kynfærum stúlkna sé ein alvarlegasta tegund kynferðislegs ofbeldis. Jafnframt eru konur sem eru reiðubúnar að stíga fram og segja sögu sína í dag hvattar til að nota #MeToo myllumerkið.

Limlesting á kynfærum kvenna (FGM) er siðvenja þar sem hluti eða öll ytri kynfæri stúlkna eru skorin burt með rakvélablaði eða hníf, yfirleitt á aldrinum frá fæðingu fram til fimmtán ára aldurs. Verknaðurinn er þekktur í þrjátíu Afríkuríkjum og einnig í Miðausturlöndum og meðal þjóða í Asíu. Í þremur löndum, Sómalíu, Djíbútí og Gíneu, eru nánast allar stelpur skornar.

Limlestingin er réttlætt á menningarlegum eða trúarlegum forsendum bæði meðal kristinna og múslima – en grundvallast á löngun til þess að stýra kynhvöt kvenna. Verknaðurinn getur haft mjög alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar og skaðinn er óbætanlegur.

Barátta síðustu ára gegn FGM hefur leitt til þess að víða hefur verið lögfest bann við verknaðinum en hins vegar gengur erfiðlega að ráða niðurlögum hans.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd
Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum