Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Brugðist við athugasemdum ESA með frumvarpi til breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) birti í dag fréttatilkynningu varðandi rökstutt álit ESA um að íslensk stjórnvöld hafi ekki innleitt þrjú ákvæði tilskipunar 2001/24/EB um endurskipulagningu og slitameðferð lánastofnana með fullnægjandi hætti í íslenskan rétt.

Um er að ræða þrjár undantekningar frá einni aðal meginreglu tilskipunarinnar um að lög heimaríkis lánastofnunar gildi um endurskipulagningu eða slitameðferð hennar. Þessar þrjár undantekningar sem um ræðir eru réttur til skuldajafnaðar (e. Set-off), greiðslujöfnunarsamningar (e. Netting agreements) og löggerningar sem eru lánadrottnum skaðlegir (e. Detrimental acts). Ákvæðin hafa verið innleidd í 2. mgr. 99. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki en álit ESA er að ekki hafi verið staðið að innleiðingunni með fullnægjandi hætti.

Á þingmálaskrá fyrir yfirstandandi þing er gert ráð fyrir framlagningu lagafrumvarps um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki sem ætlað er að bregðast við þeim athugasemdum sem fram koma í áliti ESA. Stefnt er að framlagningu þess fyrir lok þessa mánaðar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum