Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Valdefling æskunnar rædd í Seúl

,,Menntakerfið er mikilvægt verkfæri til að efla æsku þjóða og virkja ungt fólk til áhrifa‘‘ var meðal þess sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði á ráðstefnu Stofnunar um alþjóðlega virkni og valdeflingar við Yonsei háskóla í Seúl.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Sjálfbærnistofnun Ban Ki-Moon og var yfirskrift málstofunnar ,,Leiðir til að virkja og valdefla æskuna." Þetta er í fyrsta sinn sem ráðstefnan haldin en á meðal ræðumanna eru Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Jack Ma, stofnandi Alibaba og Ban Ki-Moon, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna.

Í erindi sínu fór ráðherra yfir samspil menntakerfisins og valdeflingar æskunnar og hvernig Íslendingar hefðu nýtt skólakerfið til að virkja ungt fólk til áhrifa og auka lýðræðisvitund. Útskýrði ráðherra meðal annars hvernig skuggakosningar í grunnskólum færu fram samhliða alþingiskosningum, mikilvægi nemenda- og æskulýðsráða ásamt því að segja ráðstefnugestum frá tómstundastyrkjum sveitarfélaga.
,,Sex helstu áhersluatriðin í íslenska skólakerfinu eru læsi, sjálfbærni, heilsa og vellíðan, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti til náms og skapandi hugsun. Samspil allra þessara þátta er lykilatriði til þess að búa æskunni okkar gott umhverfi. Okkur hefur gengið nokkuð vel á Íslandi, en það eru ýmsar áskoranir sem við munum þurfa að takast á við. Þar ber helst að nefna verra læsi, kennaraskort og hvernig takast eigi á við fjórðu iðnbyltinguna‘‘ sagði Lilja einnig í erindi sínu.

Aðrir þátttakendur í málstofunni voru Sam Okyere, fundarstjóri og skemmtikraftur, Boo-Suk Suh, framkvæmdarstjóri Samsonite í Kóreu, JaeHyang So frá Alþjóðabankanum, Arrey Obenson, aðalritari alþjóðaæskuráðsins og Michael Shekdrick, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka um alþjóðlega borgara (e. Global Citizens).

  • Valdefling æskunnar rædd í Seúl - mynd úr myndasafni númer 1
  • Valdefling æskunnar rædd í Seúl - mynd úr myndasafni númer 2
  • Valdefling æskunnar rædd í Seúl - mynd úr myndasafni númer 3
  • Valdefling æskunnar rædd í Seúl - mynd úr myndasafni númer 4
  • Valdefling æskunnar rædd í Seúl - mynd úr myndasafni númer 5

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum