Hoppa yfir valmynd
22. febrúar 2018

Iðjuþjálfi - Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins - Kópavogi - 201802/418

 

Iðjuþjálfi

Iðjuþjálfi óskast til starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Um er ræða afleysingastöðu á fagsviði langtímaeftirfylgdar, til amk 6 mánaða, með mögulegri á fastráðningu seinna. Um er að ræða 80-100% starfshlutfall og gott að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Starfssvið
Mat, ráðgjöf og eftirfylgd vegna barna og unglinga með alvarleg þroskafrávik
Samvinna og ráðgjöf til barnanna, fjölskyldna þeirra og annarra fagaðila, varðandi daglega færni, notkun hjálpartækja, aðgengismál og fleira
Vinna í þverfaglegu teymi
Gert er ráð fyrir þátttöku í fræðslustarfi stofnunarinnar

Menntunar- og hæfniskröfur
Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
Þekking og reynsla á iðjuþjálfun barna
Reynsla í að meta þörf á hjálpartækjum, sækja um og fylgja eftir
Þekking og áhugi á tölvu- og tæknitengdum lausnum er æskileg
Hæfni í mannlegum samskiptum og til þátttöku í þverfaglegu samstarfi

Laun og kjör eru skv. gildandi kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags. Frekari upplýsingar gefa Ingólfur Einarsson sviðsstjóri eða Marrit Meintema skorarstjóri fagsviðs langtímaeftirfylgdar í síma 510 8400.

Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegi  5, 200 Kópavogi, eða í tölvupósti á [email protected] fyrir  15. mars 2018. Öllum umsóknum verður svarað.

Vegna kynjasamsetningar á vinnustaðnum eru karlmenn hvattir til að sækja um.
Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur.

Hlutverk Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. 

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er framsækin stofnun með fjölskylduvæna starfsmannastefnu sem býður m.a. upp á sveigjanlegan vinnutíma.  Nýir starfsmenn fá handleiðslu og starfsþjálfun á aðlögunartíma og er lögð áhersla á þróun í starfi og tækifæri til sí- og endurmenntunar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum