Velferðarráðuneytið

Hækkun tekjumarka og eignamarka vegna húsnæðisstuðnings

Velferðarráðuneytið hefur uppfært tekju- og eignaviðmið í leiðbeiningum til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings. Tekjumörk hækka um ríflega 7% milli ára og eru nýju tekjumörkin eftirfarandi:

Fjöldi heimilismanna Neðri tekjumörk á ári Efri tekjumörk á ári Neðri tekjumörk á mánuði Efri tekjumörk á mánuði
1 3.622.600 4.528.250 301.883 377.354
2 4.791.180 5.988.975 399.265 499.081
3 5.609.187 7.011.484 467.432 584.290
4 eða fleiri 6.076.620 7.595.775 506.385 632.981

Eignamörk hækka milli ára úr 5.126.000 kr. í 5.510.000 kr.

Ráðuneytið beinir því til sveitarfélaga að taka mið af framangreindri hækkun við endurskoðun eigin reglna um sérstakan húsnæðisstuðning.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn