Hoppa yfir valmynd
7. mars 2018 Forsætisráðuneytið

Dregur úr launamun kynjanna

Jafnréttisþing 2018 - mynd

Rannsókn Hagstofu Íslands á launamun kynjanna í samvinnu við aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti leiðir í ljós að dregið hefur úr launamunur kynjanna á árabilinu 2008 – 2016.

Rannsóknin byggist á gagnasafni Hagstofunnar með 615.000 athugunum á launum einstaklinga á aldrinum 18-67 ára yfir allt tímabilið. Þetta er endurtekning rannsóknar sem gerð var árið 2015 í samstarfi Hagstofunnar og aðgerðarhópsins. Fjallað er um niðurstöður rannsóknarinnar í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands.

Á morgun fer fram málstofa um launamál og jafnrétti á vinnumarkaði á jafnréttisþingi sem nú stendur yfir á Hiltun Reykjavík Nordica. Málstofan hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 12:00.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum