Hoppa yfir valmynd
9. mars 2018 Dómsmálaráðuneytið

Dómsmálaráðuneytið auglýsir eftir lögfræðingi til starfa

Dómsmálaráðuneytið auglýsir eftir reynslumiklum lögfræðingi til starfa á skrifstofu réttinda einstaklinga. Undir skrifstofuna heyra ýmsir málaflokkar sem varða réttindi einstaklinga, m.a. fjölskyldumál, málefni útlendinga, mannréttindamál, happdrætti, persónuvernd og málefni sýslumanna.

Leitað er að einstaklingi til að sinna verkefnum tengdum málefnum og verkefnum sýslumanna, svo sem samskiptum við embættin, stjórnsýslueftirliti og stefnumótun, þ. á m. samningu frumvarpa, reglugerða og reglna á sviðinu. Þá felast einnig í starfinu ýmis önnur tilfallandi verkefni á málefnasviði skrifstofunnar.

Menntunar– og hæfniskröfur

  • Fullnaðarnám í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi
  • Að lágmarki þriggja ára starfsreynsla sem lögfræðingur
  • Þekking og reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar æskileg
  • Þekking og reynsla af málefnasviði ráðuneytisins æskileg
  • Þekking eða reynsla af stefnumótun æskileg
  • Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Mjög góð enskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg
  • Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
  • Mjög góð forystu- og samskiptahæfni

Nánari upplýsingar veitir Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri í síma 545 9000

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars nk.

Sótt er um starfið hér

Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningar­bréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Um fullt starf er að ræða. Laun greiðast sam­kvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármálaráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum