Forsætisráðuneytið

Heimsókn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til Þýskalands lýkur í dag

 Frá opnun dagskrárinnar DÓTTIR - mynd
Katrín Jakobsdóttir, forætisráðherra, opnaði í heimsókninni formlega dagskrá í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands en sendiráðið í Berlín mun standa að mörgum viðburðum á árinu.

Dagskráin var opnuð með tónleikum Erlu Dóru Vogler, mezzósópran, og Evu Þyríar Hilmarsdóttur, píanóleikara, sem fluttu sönglög eftir Jórunni Viðar sem fæddist einmitt fullveldisárið 1918.

Þá flutti forsætisráðherra ávarp á ráðstefnunni „DÓTTIR“  þar sem fjallað var um jafnrétti kynjanna. Ráðstefnan var vel sótt og fjörugar umræður sköpuðust, m.a. um launamun kynjanna, jafnlaunavottun og samspil fjölskyldulífs og vinnumarkaðar.
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn