Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Heimsókn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til Þýskalands lýkur í dag

 Frá opnun dagskrárinnar DÓTTIR - mynd
Katrín Jakobsdóttir, forætisráðherra, opnaði í heimsókninni formlega dagskrá í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands en sendiráðið í Berlín mun standa að mörgum viðburðum á árinu.

Dagskráin var opnuð með tónleikum Erlu Dóru Vogler, mezzósópran, og Evu Þyríar Hilmarsdóttur, píanóleikara, sem fluttu sönglög eftir Jórunni Viðar sem fæddist einmitt fullveldisárið 1918.

Þá flutti forsætisráðherra ávarp á ráðstefnunni „DÓTTIR“  þar sem fjallað var um jafnrétti kynjanna. Ráðstefnan var vel sótt og fjörugar umræður sköpuðust, m.a. um launamun kynjanna, jafnlaunavottun og samspil fjölskyldulífs og vinnumarkaðar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira