Hoppa yfir valmynd
20. mars 2018 Innviðaráðuneytið

Ný reglugerð um rafsegulsamhæfi undirrituð

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um rafsegulsamhæfi.

Með reglugerðinni er innleidd Evróputilskipun 2014/30/ESB sama efnis sem hefur það að markmiði að takmarka rafsegulstruflanir frá tækjum og föstum búnaði. Þannig á að tryggja að þegar slíkur búnaður er notaður rétt trufli það ekki útvarp og fjarskipti eða annan álíka búnað.

Í reglugerðinni eru skilgreindar þær grunnkröfur sem tæki og fastur búnaður skulu uppfylla hvað varðar rafsegulsamhæfi. Þá eru einnig tilteknar reglur um ábyrgð og skyldur við framleiðslu, markaðsetningu og dreifingu slíks búnaðar og eftirlitsaðferðir sem því tengjast. Um er að ræða endurútgáfu á eldri tilskipun.

Helstu nýmæli fela m.a. í sér auknar kröfur til framleiðenda og innflytjenda auk þess sem mælt er fyrir um samræmismat og tæknilegar kröfur.

Við gildistöku reglugerðarinnar fellur úr gildi eldri reglugerð um rafsegulsamhæfi.

Reglugerð um rafsegulsamhæfi


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum