Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Aðgangur veittur að samræmdum könnunarprófum

Menntamálastofnun mun á næstunni veita aðgang að samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk. Um er að ræða próf í íslensku og stærðfræði sem lögð voru fyrir haustin 2016 og 2017. Nemendur höfðu áður aðeins aðgang að niðurstöðum sínum og svokölluðum sýnisprófum sem eru próf með sambærilegum spurningum en nú munu nemendur og aðrir fá aðgang að þeim spurningum sem voru notaðar í prófunum sjálfum.

Skipaður verður starfshópur sem ætlað er að gera tillögu að framtíðarstefnu um samræmd könnunarpróf og mun sá hópur fjalla um fyrirkomulag einstaklingsmiðaðra prófa og gera tillögur um leiðir í þróun þeirra á grunnskólastigi. Tilnefningar í starfshópinn hafa verið sendar út.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira