Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Styrkveiting til framhaldsnáms í fisktækni

Tveir nemendur við Fisktækniskólann í Grindavík hlutu á dögunum styrki til framhaldsnáms við skólann, þær Herborg Þorláksdóttir og Þórunn Eydís Hraundal. Fisktækniskólinn sinnir mikilvægu hlutverki í menntun starfsfólks í sjávarútvegi en skólinn býður nú upp á grunnnám í fisktækni og þrjár framhaldsbrautir. Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti styrkina, sem Íslenska sjávarútvegssýningin (IceFish) veitir, við hátíðlega athöfn í Sjávarklasanum í gær. Herborg hlaut 500 þúsund kr. styrk til náms í Marel-vinnslutækni og Þórunn sömu upphæð til framhaldsnáms í fiskeldi.

„Það er sannarlega heiður að fá að afhenda þessa veglegu styrki úr IceFish-námssjóðnum, enda skiptir miklu máli að hvetja til dáða nemendur sem taka þátt í að skapa ný tækifæri í sjávarútvegsgreinum. Það eru að skapast fjölmörg ný störf í sjávarútvegi og tengdum greinum samfara auknum rannsóknum, tækniþróun og nýsköpun. Menntun og menntastefna hlýtur ávallt að horfa til þess sem hæst ber í þeim efnum. Námsstyrkirnir örva nemendur til að skara fram úr og ná árangri í sínum fögum og þeim ber að fagna,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir af þessu tilefni.

Framkvæmdastjóri IceFish, Marianne Rasmussen-Coulling var einnig viðstödd afhendinguna ásamt Ólafi Jóni Arnbjörnssyni, skólameistara Fisktækniskólans, Sigurjóni Elíassyni frá Marel, Bjarna Þór Jónssyni fulltrúa sjávarútvegssýningarinnar og Erni Pálssyni frá Landssambandi smábátaeigenda.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn