Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Heimsókn í Fischersetur

Markmið Fischerseturs á Selfossi er að halda á lofti minningu skákmeistarans Bobbys Fischer. Á dögum sótti mennta- og menningarmálaráðherra setrið heim og fræddist um starfsemi þess. „Einvígi aldarinnar“ – skákeinvígi Fischers og Sovétmannsins Boris Spasskys í Reykjavík árið 1972 var á sinn hátt upphaf sambands þessa merka manns við Ísland og þennan sama dag, þann 22. mars voru liðin þrettán ár síðan hann hlaut íslenskan ríkisborgararétt.

„Það er merkilegt hvernig persónulegur vinskapur Fischers við Íslendinga þróaðist og hélt árum saman og vert að halda sögu hans á lofti. Vináttan leiddi hann í skjól hér á landi þegar öll önnur sund virtust lokuð. Framtíð skákarinnar á Íslandi er björt, og ungt skákfólk, bæði stelpur og strákar, setjast einbeitt við skákborðið í skólum, skákfélögum og heima við, og takast á við það verkefni að ljúka hverri skák. Og hugmyndaríki manna eins og Bobby Fischer mun lifa í sögunni.“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í ávarpi sínu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn