Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Ný viðbragðsáætlun í æskulýðsstarfi

Æskulýðsvettvangurinn kynnir nýja viðbragðsáætlun - mynd
Ný viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangins, samstarfsvettvangs Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands, var kynnt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í dag. Viðbragðsáætlunin tekur til áfalla og atvika sem geta komið upp í æskulýðsstarfi og er hún einnig aðgengileg á heimasíðu Æskulýðsvettvangsins, auk annars fræðsluefnis sem viðkemur öryggi barna.

Ýmis atvik geta komið upp í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem bregðast þarf við. Erfitt er að gera þeim öllum skil en Æskulýðsvettvangurinn telur mikilvægt að til séu ákveðnar grunnreglur fyrir stjórnendur, yfirmenn, sjálfboðaliða og aðra ábyrgðaraðila innan félaganna. Í nýrri viðbragðsáætlun eru lýst einföldum verkferlum sem nýtast til að mynda ef upp koma mál er tengjast agabrotum, einelti, veikindum og slysum.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn