Hoppa yfir valmynd
23. mars 2018

Sérfræðingur - Velferðarráðuneytið - Reykjavík - 201803/650

Starf sérfræðings á skrifstofu félagsþjónustu

Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu félagsþjónustu.

Meginhlutverk skrifstofunnar er að taka þátt í mótun stefnu stjórnvalda á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga, svo sem barnaverndar, málefna aldraðra, fatlaðs fólks, flóttafólks, innflytjenda, jafnréttismála og húsnæðismála auk þjónustu við einstaklinga, börn og fjölskyldur. Þá er skrifstofunni ætlað að hafa yfirsýn yfir framkvæmd stefnu stjórnvalda í þessum málaflokkum og fylgja henni eftir, meðal annars með gerð lagafrumvarpa, þingsályktunartillagna og reglugerða ásamt þátttöku í nefndarstörfum innanlands og erlendis. Lögð er áhersla á gott samráð og samstarf við stofnanir og samtök á málefnasviðum skrifstofunnar í þeim tilgangi að tryggja góða þjónustu og þau réttindi sem lög gera ráð fyrir.

Starfið byggist á hlutverkum skrifstofunnar og felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga auk samstarfs við ýmsar stofnanir, sveitarfélög og hagsmunasamtök.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólapróf í félagsvísindum.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Skipulagshæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti. 
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
  • Góð kunnátta í ensku.
  • Reynsla af starfi hjá félagsþjónustu sveitarfélags æskileg.
  • Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg.

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. 

Upplýsingar veitir Ellý A. Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu félagsþjónustu, [email protected] eða í síma 545-8100. 

Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá, starfsheiti og kynningarbréf með rökstuðningi um hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur fyrir starfið. Umsóknir skulu berast velferðarráðuneytinu, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík eða á netfangið [email protected] eigi síðar en mánudaginn 16. apríl 2018

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum.

Velferðarráðuneytinu, 24. mars 2018.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum