Hoppa yfir valmynd
Forsætisráðuneytið

Heimsókn forsætisráðherra til OECD og til forseta franska þingsins lokið

Heimsókn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, til Parísar þar sem hún heimsótti Efnahags- og framfarastofnunina (OECD), lauk í gær.

Í heimsókn sinni fundaði forsætisráðherra m.a. með Audrey Azouley og Ángel Gurría, aðalframkvæmdastjórum OECD. Á fundunum var farið yfir framboð Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO sem og árangur og áskoranir í efnahagsmálum.

Þá tók forsætisráðherra einnig þátt í setningarathöfn Anti – Corruption & Integrity Forum með ávarpi og þátttöku í pallborði. Þar talaði hún um heilindi í stjórnmálum, stjórnsýslu og atvinnulífinu og áskoranir á því sviði.

Aðrir þátttakendur í setningarathöfninni voru Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Gabriela Michetti, Frans Timmermans, Delia Matilde Ferreira Rubio og Gabriela Ramos.
Árangur Íslands á sviði jafnréttismála og framlag til umbóta á alþjóðavettvangi var einnig til umræðu og ákveðið að Ísland skipuleggi rakarastofuráðstefnu í OECD í haust.

Katrín fundaði einnig með François de Rugy, forseta franska þjóðþingsins og fulltrúum Íslandsvinafélags franskra þingmanna í gær. Fyrir þeim hópi þingmanna fer Eric Coquerel.
Á fundinum greindi forsætisráðherra frá helstu áherslum ríkisstjórnarinnar, m.a. hvað varðar heilbrigiðs-,mennta- og samgöngumál, og sagði frá markmiðum um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira