Utanríkisráðuneytið

Gísli Þór skipaður rekstrarstjóri

Gísli Þór skipaður rekstrarstjóri - myndHaraldur Jónasson / Hari
Utanríkisráðherra hefur skipað Gísla Þór Magnússon til að gegna embætti rekstarstjóra utanríkisráðuneytisins. Skipunin tók gildi 1. apríl.

Gísli Þór lauk BA-gráðu í opinberri rekstarhagfræði og meistaragráðu í stjórnsýslufræðum frá Roskilde Universitetscenter. Hann hefur rúmlega tuttugu ára starfsreynslu hjá mennta- og menningamálaráðuneytinu, þar af sem skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu frá 2005.

Embætti rekstarstjóra utanríkisráðuneytisins var auglýst þann 19. ágúst síðastliðinn. 64 umsóknir bárust en ellefu voru dregnar til baka.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn