Hoppa yfir valmynd
Utanríkisráðuneytið

Gísli Þór skipaður rekstrarstjóri

Gísli Þór skipaður rekstrarstjóri - myndHaraldur Jónasson / Hari
Utanríkisráðherra hefur skipað Gísla Þór Magnússon til að gegna embætti rekstarstjóra utanríkisráðuneytisins. Skipunin tók gildi 1. apríl.

Gísli Þór lauk BA-gráðu í opinberri rekstarhagfræði og meistaragráðu í stjórnsýslufræðum frá Roskilde Universitetscenter. Hann hefur rúmlega tuttugu ára starfsreynslu hjá mennta- og menningamálaráðuneytinu, þar af sem skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu frá 2005.

Embætti rekstarstjóra utanríkisráðuneytisins var auglýst þann 19. ágúst síðastliðinn. 64 umsóknir bárust en ellefu voru dregnar til baka.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira