Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Blái dagurinn í Álfhólsskóla

Nemendur Álfhólsskóla í Kópavogi tóku forskot á bláa daginn, dag einhverfunnar sem er í dag, því þeir fengu fyrstir að sjá nýtt fræðslumyndband um efnið í gær. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti skólann af þessu tilefni og horfði á myndbandið með krökkum í 5. bekk. Myndbandið er framleitt af Bláum apríl, styrktarfélagi barna með einhverfu, og er teiknimynd ætluð börnum sem útskýrir einhverfu á skemmtilegan hátt. Ráðherra sat síðan fyrir svörum eftir sýninguna og sköpuðust þar líflegar umræður.

Hér má sjá fræðslumyndbandið


Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn