Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Framfaraskref með viðurkenningu þjóðarleikvanga

Hugtakið þjóðarleikvangur hefur verið notað um hríð en ekki hefur verið til nein formleg skilgreining á því né opinberar reglur. Á dögunum staðfesti mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, reglugerð um viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum þar sem markmiðum og kröfum er þá varða er lýst. Reglugerðin hefur verið send í Stjórnartíðindi til birtingar og tekur gildi við birtingu þar.

„Íslendingar eru gríðarlega stoltir af árangri okkar frábæra íþróttafólks. Hér er stigið mikilvægt skref í því að skapa góða og faglega umgjörð um fjölbreytt íþróttastarf í landinu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.

Þjóðarleikvangur er íþróttaaðstaða sem tengist sérstaklega ákveðinni íþróttagrein. Hér er um mannvirki að ræða sem þegar er til staðar eða á eftir að reisa. Þjóðarleikvangur uppfyllir tæknilegar staðalkröfur fyrir viðkomandi íþróttagrein sem þarf til þess að standa fyrir eða halda alþjóðlega íþróttaviðburði og íþróttakeppnir. Þjóðarleikvangar uppfylla einnig skilgreindar lágmarkskröfur um íþróttamannvirki, skv. alþjóðlegum reglum alþjóðasambanda og íslenskar reglugerðir um mannvirki fyrir almenning og fjölmiðla. Þjóðarleikvangar öðlast viðurkenningu sem slíkir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti eftir tillögu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, með samþykki viðkomandi sveitarfélags og að undangenginni umsókn sérsambands.

Í reglugerðinni er fjallað um umsóknarferli vegna viðurkenningar þjóðarleikvanga, hvernig slík viðurkenning fer fram og gildistíma hennar og um fjárskuldbindingar ríkis og sveitarfélaga er að þeim lúta.

Hér má lesa reglugerðina.
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn