Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2018 Innviðaráðuneytið

Ráðstefna um öryggismál sjófarenda 20. apríl

Alþjóðleg ráðstefna um öryggismál sjófarenda verður haldin föstudaginn 20. apríl. Kastljósinu verður beint að öryggi sjómanna frá ýmsum hliðum og með þátttöku bæði innlendra og erlendra sérfræðinga.

Ráðstefnan er haldin á vegum Slysavarnaskóla sjómanna, Alþjóðasamtaka sjóbjörgunarskóla (IASST) og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Hún fer fram á Grand Hótel 20. apríl og stendur frá kl. 9 til 16.

Dagskrá ráðstefnunnar

  • Setning.
    Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Dmitrijs Semjonovs, formaður IASST
  • Öryggisstjórnun fiskiskipa í Bretlandi.
    Robert Greenwood S&T Officer
  • Við erum öll ábyrg.
    J. Snæfríður Einarsdóttir, formaður öryggishóps SFS
  • Öryggismál smábáta.
    Axel Helgason, formaður LS
  • Milli skips og bryggju.
    Gísli Gíslason, formaður Hafnasambands Íslands
  • Verkefni Samgöngustofu í öryggismálum.
    Gunnar G. Gunnarsson deildarstjóri
  • Forvarnarstarf hjá tryggingafélagi.
    Gísli Nils Einarsson, forvarnarfulltrúi VÍS
  • Eldur um borð.
    Einar Örn Jónsson stýrimaður/slökkviliðsmaður
  • Þjálfun sjómanna í eldvörnum/gasgámum.
    Leif Johansson, deildarstjóri hjá Meriturva
  • Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Vaktstöð siglinga.
    Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs
  • Tillögur í öryggisátt.
    Jón A. Ingólfsson, rannsóknarstjóri RNSA
  • Mikilvægi hjartastuðtækja í skipum.
    Felix Valson læknir
  • Rannsóknir á sjóveiki.
    Hannes Petersen læknir
  • Pallborðsumræður.
    Ásta Þorleifsdóttir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti stýrir umræðum.

Sjá nánari upplýsingar um ráðstefnuna, dagskrá og skráningu á vef Landsbjargar.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum