Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálaráðherrar Íslands og Noregs funda í Washington

Siv Jensen fjármálaráðherra Noregs og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.  - mynd

Fjármálaráðherra Noregs, Siv Jensen, segist sýna því fullan skilning að Ísland þurfi í sumum tilvikum að óska eftir aðlögun vegna regluverks Evrópusambandsins áður en það er tekið upp í EES-samninginn, en þau Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra Íslands, funduðu í Washington í dag.

Fundurinn átti sér stað í tengslum við setu fjármálaráðherranna á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ráðherrarnir ræddu meðal annars vinnu við upptöku á reglum ESB á fjármálamarkaði í EES-samninginn, en Ísland hefur haft uppi ákveðin sjónarmið í tengslum við mat á hæfi virkra eigenda í fjármálafyrirtækjum. Stór fjárfesting í kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum á Íslandi er að mati íslenskra stjórnvalda auðveldari en í sambærilegum fyrirtækjum á EES-svæðinu, vegna smæðar þeirra íslensku.

Bjarni Benediktsson fundaði jafnframt vegna þessa máls með Valdis Dombrovskis, varaforseta framkvæmdastjórnar ESB,  en einnig ræddu þeir þann árangur sem náðst hefur á Íslandi við losun fjármagnshafta og stöðu efnahagsmála.

Björni Sigurðsson og Valdis Dombrovskis, varaforseta framkvæmdastjórnai ESB

Bjarni Benediktsson og Valdis Dombrovskis, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn