Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Stuðningur við Landssamtök íslenskra stúdenta

Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) eru samtök háskólanema á Íslandi sem og íslenskra háskólanema á erlendri grundu. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir starfsemi félagsins og á dögunum var undirritaði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður samtakanna, samning þess efnis. Með samningnum vill mennta- og menningarmálaráðuneyti stuðla að öflugum samstarfsvettvangi háskólastúdenta og að LÍS sé öflugur tengiliður stjórnvalda við íslenska háskólastúdenta í umræðu um skipulag og stefnumótun háskólastigsins.

LÍS eru regnhlífarsamtök og standa að þeim átta aðildarfélög sem eru í forsvari fyrir stúdenta við Háskólann á Akureyri, Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Hólum, Háskóla Íslands og fyrir íslenska stúdenta sem stunda nám erlendis. Hlutverk samtakanna er að standa vörð um hagsmuni stúdenta og skapa samstarfsvettvang fyrir íslensk stúdentafélög.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn