Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Drög að reglugerð um mengaðan jarðveg í umsögn

  - myndJohannes Jansson/norden.org

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um mengaðan jarðveg.

Megintilgangur reglugerðarinnar er að stuðla að því að gæðum jarðvegs verði viðhaldið með því að setja reglur um viðbrögð við jarðvegsmengun sem miða að því að uppræta mengunina. Jafnframt að forðast, eða í koma í veg fyrir, skaðleg áhrif mengaðs jarðvegs með því að setja viðmiðunarmörk fyrir jarðvegsmengun og skilgreina ferli við mat á umfangi og eðli jarðvegsmengunar. Einnig er tilgangurinn að skýra ábyrgðarskiptingu og hlutverk aðila sem koma að jarðvegsmengun.

Reglugerðin tekur til jarðvegsmengunar sem verður af völdum atvinnustarfsemi hér á landi og meðhöndlunar mengaðs jarðvegs. Nýmæli er að reglur um mengaðan jarðveg séu settar hér á landi og við smíði reglugerðarinnar var tekið mið af sambærilegum reglum og gilda í nágrannalöndum.

Umsögnum skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 16. maí næstkomandi.

Drög að breytingum á reglugerð um mengaðan jarðveg á Samráðsgátt Stjórnarráðsins

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn