Forsætisráðuneytið

Grunnskólanemar úr Árbæjarskóla funduðu með forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ásamt nemendum úr Árbæjarskóla - mynd
Ída Marín, Selma María, Elín Rósa og Astrid Eyberg, grunnskólanemar úr Árbæjarskóla, funduðu með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í morgun.
Á fundinum kynntu þær verkefni sem þær eru að vinna um sjálfbærni og loftslagsmál fyrir Katrínu og spurðu hana spjörunum úr um sýn hennar á umhverfisvernd og náttúruvernd. Þá fóru þær yfir notkun á plastumbúðum og um leiðir til að minnka plastnotkun með breyttri neysluhegðun almennings.
„Mér finnst frábært að sjá hvað ungt fólk sýnir umhverfismálum mikinn áhuga og líka hversu mikið frumkvæði þau taka þegar kemur að þessum mjög svo mikilvæga málaflokki,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, að loknum fundi með grunnskólanemunum í morgun.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 7 Sjálfbær orka
Heimsmarkmið Sþ: 12 Ábyrg neysla
Heimsmarkmið Sþ: 13 Verndun jarðarinnar
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn