Hoppa yfir valmynd
3. maí 2018 Forsætisráðuneytið

Fjárhæðir atvinnuleysistrygginga hækka frá og með 1. maí 2018

Atvinnuleysisbætur hækkuðu 1. maí sl. í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í þágu félagslegs stöðugleika sem gefin var út 28. febrúar sl.

Ákvörðun um breytingar á fjárhæðum atvinnuleysistrygginga fela í sér að bætur hækka og verða 90% af dagvinnutekjutryggingu. Breytingin tók gildi 1. maí sl.

Grunnbætur hafa þannig hækkað úr 227.417 kr. í 270.000 kr. á mánuði og eru því orðnar 90 prósent af dagvinnutekjutryggingu. Eins hefur hámarksfjárhæð tekjutengdra bóta hækkað úr 358.516 kr. í 425.647 kr. á mánuði. Loks hafa greiðslur vegna barna yngri en 18 ára hækkað úr 9.096 kr., fyrir hvert barn, í 10.800 kr. á mánuði eða sem nemur 4 prósent af fullum grunnbótum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum