Hoppa yfir valmynd
4. maí 2018 Dómsmálaráðuneytið

Samningur um talsmannaþjónustu

Dómsmálaráðuneytið og Útlendingastofnun skrifuðu undir samning á dögunum við Rauða krossinn á Íslandi um aðstoð og þjónustu við einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. Rauði krossinn hefur sinnt stuðningi og hagsmunagæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd síðan 2014 þegar samningur þess efnis var fyrst undirritaður.

Samkvæmt samningnum sinnir Rauði krossinn félagslegum stuðningi og hagsmunagæslu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd á meðan þeir bíða niðurstöðu eða flutnings úr landi. Einnig sinnir Rauði krossinn réttaraðstoð og talsmannaþjónustu vegna umsókna um alþjóðlega vernd á lægra og æðra stjórnsýslustigi.

Samningurinn er gerður til þriggja ára í kjölfar forauglýsingar á Evrópska efnahagssvæðinu skv. VIII. kafla laga nr. 120/2016 um opinber innkaup.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum