Hoppa yfir valmynd
Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Forritað á íslensku – umhverfi micro:bit tölvanna þýtt

Forritað á íslensku – umhverfi micro:bit tölvanna þýtt - myndHáskóli Íslands

Hópur nemenda í tölvunarfræði við verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands hefur lokið við að þýða forritunarritil micro:bit smátölva yfir á íslensku. Markmiðið með því er auðvelda ungum forriturum að vinna með tölvurnar og efla íslenska hugtakanotkun tengda forritun.

Þýðing ritilsins er afrakstur samstarfs Háskóla Íslands og Kóðans 1.0; samstarfsverkefnis KrakkaRÚV, Samtaka iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Menntamálastofnunar. Kóðinn 1.0 er samstarfsvettvangur sem beitir sér fyrir því að efla forritunarkunnáttu íslenskra barna, auka vitund þeirra um mikilvægi forritunar í daglegum störfum, efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni og iðngreinum í samræmi við áherslur í aðalnámskrá grunnskóla. Verkefnið felst í dreifingu á micro-bit smátölvunni en hana geta allir krakkar í 6. bekk fengið gefins og tekist á við hinar ýmsu forritunaráskoranir sem finna má á vefsíðu Kóðans.

Páll Melsted, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir að það sé mikilvægt að nemendur í grunnskóla hafi aðgang að kennsluefni í forritun á íslensku og að viðmótið sem þau noti til að forrita sé íslenskt. Með Kóðanum hafa nemendur og kennarar aðgang að stóru safni verkefna sem hafa verið þýdd á íslensku og kynna undirstöðuatriði forritunar.

Skoða má forritunarumhverfið á íslensku á vefsíðu Kóðans

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira