Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherrar Norðurlandanna funda í Svíþjóð 22. - 23. maí nk.

  - myndJohannes Jansson/norden.org
Óformlegur fundur forsætisráðherra Norðurlandanna verður haldinn í Örnsköldsvik í Svíþjóð dagana 22. - 23. maí nk.

Um er að ræða árlega fundi forsætisráðherra Norðurlanda og verður Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, gestgjafi fundarins í ár. Forsætisráðherrarnir; Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, Juha Sipilä forsætisráðherra Finnlands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, munu m.a. ræða á fundinum norrænt samstarf, utanríkis- og öryggismál, málefni tengd Evrópusambandinu og 5G væðingu Norðurlandanna.

Fundi forsætisráðherranna lýkur með vinnufundum með fulltrúum frá Álandseyjum, Grænlandi og Færeyjum, Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni.

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn