Hoppa yfir valmynd
11. maí 2018 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu á byggingarreglugerð í umsögn

Byggingakranar - myndJohannes Jansson/norden.org
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012.

Breytingin á reglugerðinni varðar aðallega orkuskipti í samgöngum. Hún felur það í sér að lögð er sú skylda á hönnuði við hönnun mannvirkja að gera ráð fyrir tengibúnaði vegna hleðslu rafbíla. Gert er ráð fyrir að Mannvirkjastofnun gefi út leiðbeiningar um hvernig þetta skuli framkvæmt. Að öðru leyti er um að ræða nokkrar breytingar sem eru til samræmis við gildandi löggjöf og staðla.

Umsögnum skal skilað í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 23. maí næstkomandi.

Drög að (7.) breytingu á byggingarreglugerð nr. 112/2012 á Samráðsgátt Stjórnarráðsins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum