Hoppa yfir valmynd
11. maí 2018 Dómsmálaráðuneytið

Opinn samráðsfundur um skýrslu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins

Nýlega var skipaður vinnuhópur með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, velferðarráðuneytisins, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins, sem hefur það hlutverk að skrifa skýrslu íslenska ríkisins um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (barnasáttmálann). Síðasta skýrsla Íslands var skrifuð árið 2008, en hún var tekin fyrir af nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins árið 2011.

Vinnuhópurinn vill eiga víðtækt samráð við gerð skýrslunnar, bæði við börn og alla sem vinna að réttinda- og hagsmunamálum barna. Hefur því verið ákveðið að halda opinn samráðsfund um skýrsluna mánudaginn 14. maí nk. milli kl. 14 og 16 í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Jafnframt verður hægt að senda skriflegar ábendingar í gegnum samráðsgátt Stjórnarráðsins: https://samradsgatt.island.is. Þess má geta að stefnt er að því að halda sérstakan samráðsfund með börnum síðar, en þau eru þó að sjálfsögðu einnig velkomin á opna fundinn.

Í upphafi fundarins mun vinnuhópurinn kynna verkefnið stuttlega en að því loknu verða opnar umræður þar sem gestir geta komið með ábendingar eða tillögur um það sem þeim finnst þurfa leggja áherslu á í skýrslunni. Þau sem hyggjast sækja fundinn eru vinsamlegast beðin um að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eigi síðar en föstudaginn 11. maí kl. 12.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum