Hoppa yfir valmynd
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Gagnvirk upplýsingasíða um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga opnuð

Hluti fundarmanna við opnun nýja vefsvæðisins. - mynd

Opnað hefur verið nýtt vefsvæði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem veitir á gagnvirkan hátt aðgang að tölfræðiupplýsingum um framlög sjóðsins. Á vefsvæðinu er hægt að skoða og bera saman framlög sjóðsins eftir landsvæðum og sveitarfélögum aftur til ársins 2013. Vefsvæðinu er ætlað að gera framlögum Jöfnunarsjóðs skil á aðgengilegri máta en áður og auðvelda notendum að gera samanburð og afla sér greinargóðra upplýsinga um málaflokkinn.

Vefsvæðið var formlega opnað af Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, á fundi með fulltrúum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og aðilum sem tengjast fjármálum sveitarfélaga.

Svæðið verður þróað áfram jafnt og þétt í samráði við notendur.

  • Forsíða nýja vefsvæðisins, js.data.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira