Hoppa yfir valmynd
1. júní 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra kaupir fyrstu töskuna af Mæðrastyrksnefnd

Forsætisráðherra kaupir fyrstu töskuna af Mæðrastyrksnefnd - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, keypti fyrstu tautöskuna í fjáröflunarátaki Mæðrastyrksnefndar, í tilefni af 90 ára afmæli nefndarinnar í Melabúðinni í Reykjavík í dag. 

 Mæðrastyrksnefnd var stofnuð árið 1928 eftir mannskætt sjóslys þegar togarinn Jón forseti strandaði út af Stafnesi 27. febrúar sama ár. Í slysinu drukknuðu fimmtán skipverjar og tíu komust af. Eftir slysið tóku 22 konur, fulltrúar 10 kvenfélaga, sig saman og stofnuðu Mæðrastyrksnefnd. Markmið nefndarinnar var að styðja við ekkjur og börn skipverjanna sem fórust. Fyrsta verkefni Mæðrastyrksnefndar var einnig að vinna að því að allar einstæðar mæður, ekkjur, ógiftar og fráskildar konur fengju meðlög greidd með börnum sínum og að komið yrði á mæðralaunum til að tryggja afkomu heimila.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum