Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Niðurstaða verkefnahóps um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli

Verkefnahópur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli, sem starfað hefur frá því í október 2017, hefur skilað niðurstöðu sinni. Niðurstaða hópsins var að áhugaverðasti kosturinn væri flugafgreiðsla í samgöngumiðstöð á BSÍ-reit.

Skoðaðir voru þrír meginkostir:

  • Ný flugstöð norðan við skrifstofubyggingu Icelandair/Hotel Natura
  • Ný flugstöð norðaustan við núverandi flugstöð.
  • Flugafgreiðsla í samgöngumiðstöð á BSÍ-reit.

Verkefnahópurinn fór í ítarlega greiningu á kostum og göllum hverrar hugmyndar fyrir sig og samanburð á kostnaði. Niðurstaða hópsins var, sem fyrr segir, að áhugaverðasti kosturinn væri flugafgreiðsla í samgöngumiðstöð á BSÍ-reit. Með þeim kosti næðist samlegð og hagræði af því að tengja flugið öllum almenningssamgöngum innan borgarinnar og samgöngum við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík.

Verkefnahópurinn leggur í niðurstöðum sínum til að ríkið taki þátt í fyrirhugaðri hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar um nýja samgöngumiðstöð á BSÍ-reitnum þannig að gert yrði ráð fyrir þeim möguleika að flugstöð væri hluti af hugmyndavinnunni.

 

Efnisorð

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn