Hoppa yfir valmynd
Utanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór færði Pompeo heillaóskir

Frá heimsókn utanríkisráðherra til Washington í maí - myndPentagon

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra óskaði Mike Pompeo, nýjum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, velfarnaðar í embætti í samtali sem þeir áttu í síma fyrr í dag. 

Einnig ræddu ráðherrarnir samskipti Íslands og Bandaríkjanna, þ.m.t. fríverslunarmál, málefni norðurslóða, öryggis- og varnarmál og fyrirhugaðan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í næsta mánuði.

Þá greindi Guðlaugur Þór frá heimsókn sinni til Washington í nýliðnum mánuði þar sem þeir Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, áttu fund um samskipti ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira