Hoppa yfir valmynd
5. júní 2018 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skapandi skólastarf – Minecraft í stærðfræðikennslu


Í íslenskum skólum má finna marga Minecraft-snillinga. Tölvuleikurinn er spilaður bæði utan skóla og innan hans en í gær buðu kennarar í Fossvogsskóla Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra að kynnast því hvernig þessi vinsæli leikur er notaður við stærðfræðikennslu í 5. bekk.

„Sköpun er meðal þeirra sex grunnþátta sem við viljum að einkenni skólastarf á Íslandi. Í aðalnámsskrá grunnskólanna er fjallað um mikilvægi hennar sem og fjölbreytilegs og frjós námsumhverfis. Það var virkilega forvitnilegt að fylgjast með krökkunum læra af leiknum,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir að kennslustund lokinni. „Það verkefni kennarans að kveikja áhuga og forvitni á námsefninu er ekki einfalt. Árangur í námi grundvallast að miklu leyti á þessum áhuga svo það er mikið í húfi, en kennarar í dag eru duglegir að hugsa út fyrir kassann.“

Hjálmur Dór Hjálmsson, kennsluráðgjafi, hefur notað Minecraft í kennslu síðan haustið 2012, einkum í stærðfræði, íslensku og samfélagsgreinum. „Reynsla mín af Minecraft í kennslu er mjög góð. Minecraft er frábært verkfæri til að virkja sköpunargáfu nemenda í ólíkum námsgreinum og fyrir þá er mikill kostur að geta séð hlutina fyrir sér og eiga þannig auðveldara með að tengja við flóknari hugtök. Með Minecraft er hægt að gera námið skemmtilegt og kalla fram jákvæða upplifun af því fagi sem unnið er að hverju sinni.“
  • Skapandi skólastarf – Minecraft í stærðfræðikennslu - mynd úr myndasafni númer 1
  • Skapandi skólastarf – Minecraft í stærðfræðikennslu - mynd úr myndasafni númer 2

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum