Hoppa yfir valmynd
Dómsmálaráðuneytið

Nýr upplýsingafulltrúi hjá dómsmálaráðuneytinu

Hafliði Helgason hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Starfið var auglýst í mars og svo á nýjan leik í apríl.

Hafliði hefur að undanförnu starfað sem framkvæmdastjóri Hringbrautar, en á að baki langan feril við fréttamennsku og almannatengsl, m.a. hjá Fréttablaðinu og Framtakssjóði Íslands. Hann hefur MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, auk menntunar í blaðamennsku og hugvísindum. Hann kemur til starfa í ráðuneytinu í byrjun ágúst næstkomandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira