Hoppa yfir valmynd
Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skýrsla um lagaumgjörð Fjármálaeftirlitsins

Hinn 24. ágúst 2017 skipaði þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem fékk það verkefni að endurskoða lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lög um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi auk ákvæða annarra laga um fjármálamarkaði eða fjármálafyrirtæki, sem tengjast eftirliti með markaðnum. Hópnum var falið að hafa til hliðsjónar skýrslu sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 30. maí 2017 um sama efni, auk þess að hafa samráð við Seðlabanka Íslands, Fjármálaeftirlitið og Samtök fjármálafyrirtækja. Jóhannes Karl Sveinsson hrl. var skipaður formaður hópsins en í honum sátu jafnframt fjórir sérfræðingar fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Hópurinn skilaði fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu sinni 7. júní sl. og hún var jafnframt lögð fram á ríkisstjórnarfundi 8. júní.

Endurskoðun laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi o.fl. Skýrsla og tillögur starfshóps fjármála- og efnahagsráðherra


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira