Hoppa yfir valmynd
21. júní 2018

Launafulltrúi


Launafulltrúi, sérfræðingur

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir 100% starf launafulltrúa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann 1. september næst komandi eða eftir nánara samkomulagi. 

Helstu verkefni og ábyrgð
- Útreikningur og frágangur launa
- Upplýsingagjöf til starfsmanna vegna útborgunar launa
- Útreikningar á kjörum og réttindum starfsmanna skv. kjarasamningum
- Ýmsar greiningar, samantektir og úrvinnsla á sviði kjaramála
- Ráðgjöf til stjórnenda á sviði kjaramála
- Samskipti við starfsmenn, lífeyrissjóði, stéttarfélög og opinbera aðila
- Eftirlit með framkvæmd kjarasamninga

Hæfnikröfur
- Viðskiptamenntun eða menntun sem nýtist í starfi
- Þekking á launa- og mannauðskerfum ríkisins
- Góð kunnátta og færni í Excel
- Þekking á kjarasamningum og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna er æskileg
- Nákvæmni, talnagleggni og sjálfstæð vinnubrögð
- Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af launabókhaldi er kostur

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um menntun. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.

Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. 

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 09.07.2018

Nánari upplýsingar veitir
Berglind Karlsdóttir - [email protected] - 513 5000

HH Fjármál og rekstur, launadeild
Álfabakki 16
109 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið


 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum