Hoppa yfir valmynd
22. júní 2018 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Drög að lagafrumvarpi um netöryggismál til umsagnar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur sett drög að lagafrumvarpi um netöryggismál til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Meginmarkmið frumvarpsins er að auka öryggi net- og upplýsingakerfa og bæta viðbrögð við öryggisatvikum. Umsagnarfrestur er til og með 10. ágúst nk.

Löggjöfin byggist á því að áreiðanleiki og öryggi net- og upplýsingakerfa sé grundvöllur efnahags- og samfélagslegrar starfsemi og netöryggi sé mikilvægt fyrir trúverðugleika þjónustunnar, bæði innanlands og utan. Lagt er til að innleidd verði tilskipun Evrópuþingsins og -ráðsins nr. 1148/2016/ESB um ráðstafanir til að ná háu sameiginlegu öryggisstigi í net- og upplýsingakerfum innan EES, oft skammstöfuð NIS-tilskipunin. Tilskipunin kveður á um vernd net- og upplýsingakerfa tiltekinna aðila, þ.e. rekstraraðila þeirrar nauðsynlegu þjónustu sem tilskipunin skilgreinir, og stafræna þjónustuveitendur.

Ráðuneytið óskar eftir umsögnum um frumvarpsdrögin og skal umsögnum skilað eigi síðar en 10. ágúst 2018 í samráðsgátt eða á netfangið [email protected].

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum