Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Markmið nýrra köfunarlaga að stuðla að auknu öryggi

Með nýjum lögum um köfun, sem gilda bæði um atvinnuköfun og áhugaköfun, er regluverk köfunar hér á landi gert skýrara. Markmið laganna er að stuðla að auknu öryggi við köfun. Lögin, sem Alþingi samþykkti 11. júní síðastliðinn, hafa tekið gildi.

Í nýju köfunarlögunum, nr. 81/2018 hefur ýmsum ákvæðum verið breytt frá fyrri löggjöf og lögin uppfærð, t.d. varðandi gildissvið, skilgreiningar og fleira.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn