Hoppa yfir valmynd
27. júní 2018 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Reglugerð um stjórnvaldssektir vegna brota á efnalögum tekur gildi

Reglugerðin nær m.a. til plöntuverndarvara. - myndNorden.org

Ný reglugerð um um stjórnvaldssektir fyrir brot á ákvæðum efnalaga, nr. 61/2013, hefur tekið gildi.

Reglugerðin nær til eiturefna, tiltekinna varnarefna, ósoneyðandi efna, plöntuverndarvara, sæfivara, snyrtivara og eldsneytis.

Í henni er kveðið á um fjárhæð stjórnvaldssekta fyrir brot á ákvæðum efnalaga er varða m.a. skráningarskyldu, framleiðslu, markaðssetningu og notkun, markaðsleyfi, ófullnægjandi öryggisblöð og öryggisskýrslur sem og rangar merkingar eða umbúðir.

Reglugerð nr. 590/2018 um stjórnvaldssektir fyrir brot á einstökum ákvæðum efnalaga


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum